Umhverfisstefna

Brekka í Hvalfjarðarsveit er landnámsjörð þar sem stundaður hefur verið búrekstur í 1000 ár.  Jarðarinnar er getið í Harðarsögu þar sem sögusviðið er að stórum hluta innanverður Hvalfjörður. Þar segir:
,,Önundur Þormóðsson af Brekku var í móti Herði skipaður, vinsæll maður og rammur að afli. Sjá leikur var allharður en áður kveld kæmi lágu dauðir af Strandverjum sex menn en enginn af Botnverjum. Fóru nú heim hvorirtveggju. Önundi fylgdu allir þeir er utan voru af Strönd. En er þeir komu skammt inn frá Brekku þá bað Önundur þá fara fyrir “en eg vil,” segir hann, “binda skó minn.” Þeir vildu ekki frá honum ganga. Hann settist niður og heldur hart. Í því dó hann og er þar jarðaður. Þar heitir nú Önundarhóll.”
Nálægðin við sögu, menningu og náttúru Brekku eru lífsgæði sem íbúar jarðarinnar vilja meta að verðleikum og hafa í huga.
Íbúar á Brekku leggja áherslu á að umhverfisvænir starfshættir og lífsvenjur verði ástunduð og að góð lífsskilyrði og vellíðan íbúa og gesta staðarins verði höfð í fyrirrúmi.  Unnið verði eftir verkefnaáætlun sjálfbærrar þróunar og eftirfarandi þættir hafðir að leiðarljósi:

  • vinna markvisst að því að halda nánasta umhverfi Brekku hreinu og aðlaðandi
  • stuðla að verndun menningar- og náttúruminja á jörðinni Brekku
  • draga úr mengun með minni verðamætasóun t.d  með endurnýtingu, endurvinnslu, orkusparnaði og notkun á umhverfisvænum efnum og tryggja að fráveitumálin hafi ekki spillandi áhrif á umhverfið,
  • velja frekar vörur og þjónustu sem koma úr heimabyggð og sem lágmarka neikvæð umhverfisáhrif, þar sem því verður við komið
  • leita sífellt eftir frekari fræðslu um umhverfismál og koma þeim upplýsingum áfram til sem flestra
  • hvetja heimilisfólk, gesti og lóðaeigendur í frístundabyggðinni Brekku til að taka þátt í að vernda umhverfið og stuðla að umhverfisvænum starfsháttum og lífsvenjum.
  • vekja athygli lóðaeigenda í frístundabyggðinni Brekku á mótvægisaðgerðum gegn aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og landeyðingu á Íslandi t.d með skógrækt og landgræðslu
  • styrkja samstarfið við sveitarfélagið, önnur fyrirtæki og íbúa á svæðinu í umhverfismálum
  • uppfylla ákvæði laga og reglugerða um umhverfismál
  • vinna stöðugt að úrbótum í rekstri búsins til að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum
  • jörðin Brekka skal verða fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er á að öllum líði vel í lifandi og heilsusamlegu samfélagi og umhverfi

Markmið og leiðir

  • Unnið verði markvisst að því að fjarlægja gamlar ónýtar girðingar.
  • Unnið verði markvisst að því að fjarlægja ónýtar byggingar.
  • Unnið verði markvisst að því að fjarlægja rusl af jörðinni.
  • Unnið verði markvisst að því að fjarlægja rusl frá veru setuliðs Nato á jörðinni.
  • Unnið verði markvisst að því að viðhalda góðu ástandi mannvirkja.
  • Unnið verði að því að útvega gott neysluvatn fyrir menn og skepnur á jörðinni.
  • Unnið verði að því að fráveitumál verði í því besta horfi sem mögulegt er.
  • Unnið verði að því að rétt sé staðið að förgun eitur- og spilliefna.
  • Unnið verði að því að skapa aðstöðu til íþrótta og útivistar og þannig stuðla að heilbrigðu líferni.
  • Unnið verði að því að rækta með lífrænum hætti það grænmeti og það kjöt sem íbúar á Brekku neyta.
  • Unnið verði markvisst að því að nýbyggingar falli vel að umhverfinu og séu staðsettar á stöðum sem hindra ekki útsýni og stinga ekki í stúf við heildarásýnd staðarins.
  • Við gróðursetningu trjáa sé tekið tillit til heildarmyndar og skipulags svæðisins og eingöngu gróðursettar íslenskar trjátegundir með séstarkri áherslu á birki.
  • Fylgst verði með álagi á gróður þar sem gengið er um og búfé er beitt.  Komið verði í veg fyrir eyðileggingu og röskun á gróðursamfélögum vegna ágangs manna og skepna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s