Frístundabyggðin Brekka

IMG_9888Frístundabyggðin Brekka er staðsett í hlíðum Brekkukambs á jörðinni Brekku í Hvalfjarðarsveit.  Brekka er innarlega í Hvalfirði norðanmegin við fjörðinn.  Næstu jarðir eru Miðsandur að austan, en Bjarteyjarsandur að vestan.  Fjarlægð frá Reykjavík eru um 60 km og er þá sama hvort farið er fyrir fjörðinn eða undir hann um Hvalfjarðargöng.  Til Akraness eru um 30 km.  Fjalllendi jarðarinnar nær til móts við land Þórisstaða og að afréttarlandi Akurnesinga í Skorradalshreppi vestast á Botnsheiði.

  • Land frístundabyggðarinnar er um 33  ha. að stærð og hallar til suðurs og suðvesturs frá fjalli niður að sjó.
  • Víða er það brattlent, holt og grónir móar með deiglendisflákum inná milli og lækjargiljum.
  • Lóðirnar eru í frá 50 m yfir sjávarmáli og upp í 130 m yfir sjávarmáli, með stórkostlegu útsýni til allra átta.
  • Aðkoma er frá Hvalfjarðarvegi nr. 47 vestan við Litluá og vegurinn liggur upp með ánni.
  • Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 60 lóðum undir frístundahús.
  • Lóðirnar eru frá 3.279 fm. til 6.259 fm. að stærð.
  • Neysluvatn fyrir lóðirnar er lagt úr uppsprettulindum í Meldal fyrir ofan frístundabyggðina.
  • Gerð er ein heildargirðingu um svæðið. Óheimilt er að girða af hverja lóð fyrir sig.
  • Gert er ráð fyrir rotþró við hvert hús, þó aldrei minna en 10 m innan lóðamarka. Stærð og staðsetning rotþróa er háð samþykki heilbrigðisfulltrúa Vesturlands. Ennfremur er vísað í leiðbeiningar Umhverfisstofnunar frá 2004 um fráveitur og meðferð skólps frá stökum húsum og ákvæði reglugerða nr.798/1999 um fráveitur og skólp og ákvæði um varnir gegn mengun vatns nr. 769/1999.
  • Sumarhúsin skulu vera innan byggingarreits og staðsett í   samráði við byggingarfulltrúa og byggingarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Stærð þeirra takmarkast af stærð hverrar lóðar.  Hámarks nýtingarhlutfall lóðar má vera 0,05.  (lóðarstærð x 0,05 = hámarksstærð húss).
  • Hámarks hæð húss frá jörðu skal ekki vera meir en 5,6 m.
  • Þakhalli og þakgerð er frjáls.  Leitast skal við að láta byggingar falla vel að landinu.
  • Á lóðunum er, auk sumarhúss, heimilt að reisa geymslu, gestahús, ekki stærri en 30 fm.
  • Byggingarreitir eru sýndir á uppdrætti.  Aðeins má reisa eitt hús ásamt útihúsi innan hver byggingarreits.
  • Hámarkshæð skjólveggja á veröndum skal vera 1,8 m.
  • Þök húsa skulu vera svört, dökk brún eða dökk græn. Að utan skulu húsin vera í mildum gráum, brúnum eða grænum litum.
  • Takmarka skal lýsingu á lóð og gæta þess að hún lýsi ekki inn á nærliggjandi lóðir. Ljósgjafi útiljósa skal vera hulinn og ekki staðsettur hærra en 1.2 metra yfir jörð.

Jörðin Brekka er landnámsjörð og er um 940 hektarar að stærð, með stærri jörðum á þessu landshorni.  Í Harðarsögu- og Hólmverja er sagt frá Önundi á Brekku landnámsmanni.

Víða er hér brattlent, holt og grasgefnar valllendisbrekkur.  Landið hallar allt í suður og suðvestur, frá fjalli og niður að sjó.  Það liggur því vel við sólu og ræktunarskilyrði eru góð. Efst er Brekkukamburinn (650m) með ljósum líparítlögum sem eru eins og sólskinsblettir úr fjarðlægð sé og sést víða að.  Þar fyrir ofan er allmikið heiðaland. Þúfufjall (540m) er fyrir vestan Brekkukamb, en þar á milli er Brekkuskarð sem var áður leið yfir í Svínadal framanverðan. Ræktunarland er hér takmarkað, en grasgefið.
Vestan við Brekkuhöfðan var naust og heimræði sem enn er notað þegar menn sækja sér fisk í soðið. Í klettum meðfram ströndinni er fuglalíf töluvert.  Þar eru einnig holufyllingar í bergi.  Þar glitrar víða á glópagull (pyrit) og líparítsteina.
Landslag er hér mjög fagurt og tilkomumikið.

Jörðin var fyrrum talin 30 hundruð og var eign Skálholtsstóls árið 1706.  Hér var hálfkirkja til forna.  Um tíma á 16. öld var jörðin eign Viðeyjarklausturs.  Hún varð síðan bændaeign 1787.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s