Seldar og óseldar lóðir í Brekku

Meðfylgjandi pdf skjal sýnir hvaða lóðir í Brekku eru seldar og hverjar eru óseldar.

Verð á lóð er 6 miljónir með bílastæði og púða undir bústað, allt að 100 fm og frágenginni rotþró.

Brekka_Deilisk.m.punktum

Stofnun nýrrar lóðar í Brekku

Screen Shot 2018-02-21 at 10.30.22

Í ferli er stofnun nýrrar lóðar í Brekku en lóðin er staðsett fyrir neðan skipulagða sumarhúsahverfið.  Þessi lóð eru 4 hektarar af stærð og verður ekki með byggingareit heldur skilgreind sem landbúnaðland, til dæmis sem beitiland eða til skógræktar.

Þetta land verður til sölu á 5.000.000 kr. ein og sér en einnig verður hægt að kaupa lóðina  ásamt Lækjarkinn 1, sem er hornlóð hverfisins.  Verð fyrir báðar lóðirnar er 9.000.000 kr.

Hægt er að skoða deiliskipulag svæðisins hér:  Brekka_Deilisk.m.punktum

Vorið nálgast :-)

Nú þegar daginn fer að lengja þá styttist í vorið og samhliða því fer allt á fullt uppí Brekku.  Von er á að nokkur hús rísi í sumar en við munum byggja eitt 30 fm hús, sem rúmast innan marka sem “gestahús”.  Við erum mikið búin að pæla hvernig við viljum hafa litla húsið okkar svo plássið nýtist sem best og ekki síst hvernig útsýnið fær að njóta sín.  Meðfylgjandi er útkoman, gluggar í opna rýminu ná í þriggja metra hæð, rennihurð úr stofu og þrefalt gler allstaðar sem gefur hámarks einangrun.  Húsið kemur til landsins í byrjun maí.  Ef einhverjir hafa áhuga á að kaupa svipað hús er hægt að hafa samband við okkur Baldur eða senda póst á elka@brekka.is.

30fmhus

Fallegur októberdagur í Brekku

Við fórum í Brekku um helgina til að girða fyrir hestana okkar.  Það var blankalogn og fjörðurinn skartaði sínu fegursta.  Hestarnir okkar voru frelsinu fegnir og geta nú valsað um ca 40 hektara…. vonum bara að þeir hafi ekki brennandi áhuga á fjallaklifri þar sem við girtum fyrir endana og vonum að fjöllin freisti ekki 🙂

Framkvæmdir á Brekku

19642615_10213758885463269_8416693407569136938_nNúna í sumar standa yfir framkvæmdir vegna þriggja sumarbústaða á svæðinu og stefnir í að þeim eigi eftir að fjölga nokkuð ört á næstu árum.
Nýr eigandi hefur tekið við svæðinu og tekur jafnframt að sér jarðvinnu vegna púða og bílastæða og getur tekið að sér smíði á fullbúnum bústöðum sé þess óskað.

Baldur Bergmann, sími 894-4371